Gott í maga og alltaf vinsælt, það er svo þæginlegt að setja hráefnin í eldfast mót í og inn í ofn og þurfa ekki að standa yfir pottinum að passa að ekki brenni við.

Þessi grautur smakkast líka betur að mínu mati, gott er að bera grautinn fram með rúsínum, kanilsykri og lifrapylsu.

Hráefni

  • 3 dl hrísgrjón ég nota frá River ( guli pakkinn)
  • 1,5 líter nýmjólk
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 tsk salt

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 170 gráður
  2. Blandið öllum hráefnum saman í eldfast mót, passið að hafa mótið nógu stórt.
  3. Setjið álpappír yfir og mótið inn í ofn.
  4. Bakið í um 1,5 - 2 klst. 

Það myndast smá himna efst á grautnum, enni er flett af og hrært vel í grautnum áður en hann er borinn fram.

Njótið vel, þetta er einstaklega gott !