Þetta boost er frábært millimál en líka fínasti eftirréttur.
 Hráefni
  - 300 g KEA vanilluskyr
- 2 dl MS súkkulaðimjólk
- 2 tsk instant kaffi (2-3 tsk)
- 1 tsk kanill
- 1 stk banani, helst frosinn
- 30 g pekanhnetur
- 50 g hafrar
- 6 stk klakar
- 2 msk kókosmjöl
Aðferð
  - Öllu blandað saman í blandara eða matvinnsluvél þar til boostið er orðið mjúkt og slétt.
- Boostið geymist yfir nótt ef geymt er í kæli.
- Til hátíðarbrigða má setja þeyttan rjóma ofan á og skreyta með kaffibaunum.
 
  
 
Eftir Thelmu Þorbergsdóttur