Heimagerðar ostafylltar brauðstangir sem þú átt eftir að elska! Þessar brauðstangir eru einstaklega djúsí, fullar af osti og löðrandi í kryddolíu. Þessar átt þú eftir að gera aftur og aftur því get ég lofað.
Hráefni
- Pizzadeig (tilbúið eða nota þessa uppskrift)
- 200 g rifinn mozarella ostur fra Örnu Mjólkurvörum
- 1 dl ólífuolía
- 1 hvítlauksgeiri
- 1 msk pizza kryddblanda (ég notaði frá Nicolas Vahé)
- ¼ tsk þurrkað chillí
- Salt
- Pizzasósa
- Ferskur parmesan (má sleppa)
Aðferð
- Kveikið á ofninum og stillið í 230ºC, udir og yfir.
- Fletjið pizzadeigið út í ílangan ferhyrning, setjið ostinn í lang miðjuna og lokið með því að taka deigið hliðiná ostinum yfir ostinn og klípið deigið saman í miðjunni.
- Setjið deigið á smjörpappír og snúið deiginu þannig að samskeytin snúi niður. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til osturinn inn í er bráðnaður og deigið orðið gullið.
- Á meðan brauðstangirnar eru inn í ofninum er kryddolían útbúin. Setjið ólífu olíu í skál, rífið hvítlauksgeira út í, setjið pizzakryddið út í og þurrkað chillí. Blandið saman.
- Penslið olíunni yfir brauðstangirnar um leið og þær koma út úr ofninum og saltið eftir smekk.
- Berið fram með pizzasósu, gott að setja örlítið af pizza kryddblöndunni og ferskum parmesan ofan í pizzasósuna.
Æði til að vera með á pizzakvöldi, í brönsinum eða bara gæða sér hvenær sem er.
Njótið,
Linda Ben
Hér má sjá nánari umfjöllun um uppskriftina