• Meginmál
  • Sláðu inn leitarorð…
  • Karfa
  • Hjálp
Heimkaup.is
Stillingar Karfa Valmöguleikar
Heimkaup.is
Sendum hvert á land sem er. Á höfuðborgarsvæðinu er frí heimsending á pöntunum yfir kr. 14.900, aðeins 745 kr. heimsendingargjald á pöntunum yfir kr. 9.900, pantanir undir 9.900 kr. bera 1.490 kr. heimsendingargjald. Í „Algengum spurningum“ er hægt að skoða heimsendingargjöld utan höfuðborgarsvæðisins. Heimsending á þungum og fyrirferðarmiklum vörum kostar frá kr. 4.900.
  • Þú sérð lausa afhendingartíma í körfunni þinni.
  • Þjónustuver er opið milli 11:00 og 18:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá 12:00 til 15:00. Þegar þjónustuver er lokað er hægt að hringja og fá samband við neyðarsíma meðan við erum að keyra út, til kl. 22 á virkum dögum og til kl. 19 um helgar. Síminn er 539 3535.
  • Algengar spurningar
  • Netspjall
  • samband@heimkaup.is
  • 539 3535
Heimkaup.is, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur, kt: 4309100190, VSK: 105982.
Kaupskilmálar | Persónuverndarstefna | Umsókn um reikningsviðskipti | Viltu sækja um vinnu? | Heimkaup API | Allur réttur áskilinn © 2021
Heileldaður kjúklingur í potti með grænmeti
  • 90 mín (þú ert enga stund að henda í pottinn, svo er bara að bíða)
  • Fyrir 3-4

Þegar ég eignaðist le Creuset pottinn minn var það fyrsta sem ég eldaði í honum þessi dásamlega djúsí kjúklingur! Það er alveg satt sem sagt er um le Creuset pottana; rakinn helst vel inn í pottinum sem skilar sér í safaríkum og djúsí mat. Ég var ekkert að gera þennan rétt flókinn, öllu er hent í pottinn og svo inn í ofn ... rúmum klukkutíma seinna er maturinn tilbúinn!

Ef le Creuset pottur er ekki á heimilinu þá að sjálfsögðu má nota annað ílát. 

Hráefni

  • Heill kjúklingur
  • Kjúklingakrydd frá Weber (eða annað gott krydd)
  • Sæt kartafla
  • 2 shallot laukar
  • 1 gul paprika
  • Rósakál

Aðferð

  1. Stillið ofninn á 200ºC.
  2. Kryddið kjúklinginn vel (t.d. með honey garlic rub frá weber og ekkert vera að spara það) og setjið hann í pottinn.
  3. Skerið allt grænmetið (fyrir utan rósakálið) niður í hæfilega stóra bita og setjið það í pottinn með kjúklingnum.
  4. Bakið kjúklinginn inn í ofni með lokinu á í klukkutíma, takið lokið af og haldið áfram að baka í 20-30 mín.

Njótið,

Linda ben

loading