Ferskur mozzarella og basilíka eiga svo einstaklega vel saman og ekki síður á pizzu!
Nýjar Mozzarella kúlur með basilíku eru tilvaldar á pizzu en einnig í rétti eins og salöt, snittur, pasta- og ofnrétti og forrétti ýmiss konar.
Hráefni í fimm 10“ pizzur
Pizzadeig:
- 700 g hveiti
- 1 pk þurrger
- 2 tsk. salt
- 400 ml volgt vatn
- 4 msk. ólífuolía
Álegg:
- 3 dósir Mozzarella kúlur með basilíku
- 400 g rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
- 5 stk. tómatar
- 5 tsk. grænt pestó
- 5 tsk. jómfrúar ólífuolía
- pizzasósa
- klettasalat
- furuhnetur
- Goðdala Feykir, rifinn
- Fersk basilíka
Aðferð
Pizzadeig
- Setjið hveiti, þurrger og salt í skál og blandið saman.
- Hafið vatnið ylvolgt. Hellið því saman við þurrefnin ásamt olíunni og blandið saman með króknum.
- Hnoðið að lokum aðeins saman í höndunum og setjið í skál sem búið er að pensla með matarolíu, veltið deiginu um, plastið og leyfið að hefast í um klukkustund.
- Skiptið því síðan niður í 5 hluta og fletjið út áður en áleggið er sett á.
Samsetning
- Hitið ofninn í 220°C.
- Byrjið á því að smyrja pizzasósu yfir alla botnana (magn eftir smekk) og stráið rifnum pizzaosti þar næst yfir allt.
- Næst má skera tómatana í sneiðar og raða þeim ásamt Mozzarella kúlunum með basilíku jafnt á pizzurnar.
- Bakið við 220°C í um 12-15 mínútur og undirbúið annað álegg á meðan.
- Blandið saman pestó og ólífuolíu og setjið óreglulega yfir pizzurnar þegar þær koma úr ofninum.
- Að lokum má setja klettasalat, furuhnetur, rifinn Goðdala Feyki og ferska basilíku eftir smekk.

Eftir Berglindi Hreiðarsdóttur