Það er eitthvað svo lokkandi við pottrétti og þessi hér frá Gott í matinn svíkur ekki unnendur gúllas eða annarra pottrétta.
Hráefni - fyrir fjóra til fimm
- 600 g nautagúllas
- 150 g tómatpúrra
- 1 stk. laukur
- 1 stk. rauð paprika
- 5 gulrætur
- 200 g rjómaostur frá Gott í matinn
- 200 g matreiðslurjómi frá Gott í matinn
- Hrísgrjón
- Salt, pipar, karrý, paprikukrydd og kraftur
Allt hráefni er á innkaupalistanum nema salt og pipar.
Aðferð
- Saxið niður lauk, skerið gulrætur í sneiðar og papriku í strimla.
- Steikið laukinn á meðalhita upp úr olíu og karrý þar til hann mýkist. Bætið gulrótum og papriku saman við, ögn meiri olíu og salti og pipar og færið yfir á disk.
- Léttsteikið gúllasið í olíu á sömu pönnu, nóg er að rétt brúna það á hliðunum því það mun fulleldast þegar pottrétturinn mallar.
- Bætið tómatpúrru á kjötið á pönnunni, rjómaosti og matreiðslurjóma og hrærið vel.
- Hellið grænmetinu saman við og kryddið réttinn til með salti, pipar, paprikudufti og krafti.
- Gott er að leyfa réttinum að malla í 30-60 mínútur.
- Sjóðið hrísgrjónin meðan rétturinn mallar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Verði ykkur að góðu.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir
