Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðva líkamans. Líkaminn getur tekið upp magnesíum í gegnum húðina og því er tilvalið að fylla á magnesíum birgðirnar með því að bæta magnesíum út í baðið eða heita pottinn til að endurnæra líkamann eftir langan dag.
Magnesíum flögurnar leysast upp í vatni og eru einstaklega slakandi og róandi fyrir sál og líkama. Einnig er tilvalið að blanda flögunum í fótabað sem getur verið áhrifaríkt gegn fóta pirring og þreytu í fótum eða jafnvel blandað þeim í baðið eða heita pottinn. Upptaka Magnesíum í gegnum húðina er áhrifarík. Magnesíum flögurnar eru hreinasta form af magnesíum sem hægt er að fá.
Magnesíum stuðlar að:
- viðhaldi eðlilegra beina
- viðhaldi eðlilegra tanna
- eðlilegri sálfræðilegri starfsemi
- eðlilegri vöðvastarfsemi
- eðlilegri prótínmyndun
- eðlilegri starfsemi taugakerfisins
- eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
- því að draga úr þreytu og lúa
Fótabað: Blandið um 150 gr. í hentugt fat, bala eða í baðið og setjið fætur í 20 mínútur eða lengur. Fótabaðið er sérlega hentugt fyrir þreytta og þrútna fætur og ef fólk þjáist af fótakrampa, bjúg, sinadrátt eða fótaóeirð eru magnesíum flögurnar góður kostur til að flýta fyrir endurheimt.
Bað: Blandið um 250 - 500 gr. í baðkar og baðið ykkur í 20 himneskar mínútur eða lengur eftir þörfum. Magnesíum baðmeðferð er einkum hentug gegn krampa og þreytu í vöðvum. Ef þú ert með auma og/eða stirða liði er einstaklega gott að fara í magnesíum bað eftir langar og strangar æfingar til að flýta vöðvabata og endurheimt.
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.