Better You DLux Junior sprey fyrir börn 3 ára og eldri

Hver einasta fruma líkamans þarf D- vítamín og það er jafnframt eina vítamínið sem við þurfum að fá á bætiefnaformi alla ævi.
Skortur á D- vítamíni tengist yfir 100 sjúkdómseinkennum og getur það m.a. komið fram í lélegri beinheilsu og skemmdum tönnum því það sér um að frásoga kalkið úr blóðinu til að það nýtist sem best en 99% af kalki er að finna einmitt í beinum og tönnum.
D Lux frá Better You er til fyrir alla aldurshópa og er D Lux – junior hugsað fyrir börn frá þriggja ára aldri. D- vítamín munnúðinn frá Better You er hentugur valkostur fyrir börn sem eiga erfitt með að innbyrða töflur eða hylki ásamt því að vera án gervi- og litarefna.
Notkunarleiðbeiningar: Hristið vel fyrir notkun. Spreyið innan í kinn barnsins og fáið það til að halda vökvanum þar í nokkrar sekúndur fyrir sem besta upptöku vítamínsins. 1 sprey á dag. Þarf ekki að taka með mat eða öðrum vökva.
Magn: 15 ml/100 sprey - 3 mánuðir

Better You DLux Junior sprey
Næringargildi og innihaldslýsing
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.
Hentar börnum eldri en 3 ára, grænmetisætum og þeim sem forðast glútein.
Innihaldsefni: Xylitol, vatn, acacia gum, cholecalciferol (D3 vítamín), sólblóma lesitín, sítrónsýra, rotvarnarefni: potassium sorbate, piparmyntu olía.
Inniheldur ekki sykur, glútein, gervi litar- né bragðefni, aukaefni, erfðabreytt efni né alkóhól.
Notist innan við 6 mánaða eftir opnun.
Ofnotkun getur haft hægðalosandi áhrif.