Baby Foot fótameðferð
Áhrifarík fótameðferð sem fjarlægjir dauðar húðfrumur og harða húð þannig að fæturnir þínir verða silkimjúkir. Lesið ávallt vel leiðbeiningar fyrir notkun.
3.699 kr.

300 kr af hverri seldri pakkingu í Október renna til Bleiku Slaufunnar.
Baby Foot Peel er djúpvirk fótameðferð sem losar þig við dauðar húðfrumur á einfaldan og árangursríkan hátt. Pakkinn innheldur sokka sem þú klæðir þig í eftir að hafa þvegið fæturna. Þú ert í sokkunum í klukkustund og þværð þér svo aftur með sápu og vatni. Eftir 2-7 daga byrja dauðu húðfrumurnar að flagna af á náttúrulegan hátt og fæturnir á þér verða mjúkir eins og á litlu barni.
Baby Foot hefur verið þróað þannig að blandan ræðst á dauðar húðfrumur sem valda okkur óþægindum. Þökk sé 17 náttúrulegum kjörnum fjarlægir Baby Foot ekki bara dauðar húðfrumur, heldur nærir fæturnar og veitir þeim fallegri áferð. Helstu innihaldsefni Baby Foot er ávaxtasýra (mjólkursýra, Glycolic sýra, eplasýra og sítrónusýra sem eru fengnar út ávöxtum).
Ítarlegar notkunarleiðbeiningar: Gott er að fara í fótabað áður en meðferð er hafin til þess að mýkja húðina og gera þannig gelinu kleyft að smjúga betur inn í húðina. Opnaðu plastsokkana með því að klippa eftir línunni. Farðu í sokkana og límdu þá aftur með líminu sem fylgir pakkningunni. Efnin virkjast betur í hita þannig að hlýtt sokkapar yfir plastsokkana er alveg málið. Slakaðu á í klukkustund í sokkunum. Eftir að klukkustund er liðin skaltu þvo gelið vel af fótunum.
Önnur atriði: Fæturnir byrja að flagna ca. 2-7 dögum eftir meðferðina. Það flýtir fyrir virkni Baby Foot að fara reglulega í fótabað/bað í vikunni eftir meðferð. Ekki nota nein rakagefandi krem á fæturna á meðferðartímanum (ca. 2 vikur), þar sem það dregur úr virkni gelsins. Ef þér finnst þú þurfa aðra meðferð til þess að ná restinni af dauða skinninu, bíddu þá í tvær vikur og endurtaktu meðferðina. Hvenær á ég ekki að nota Baby Foot? Byrjaðu á að blettaprófa vöruna þar sem húðlagið er þunnt. Ef húðin ertist á óeðlilegan hátt er ekki ráðlagt að nota vöruna. Það er ekki ráðlagt að nota Baby Foot ef það eru opin sár á fótunum.
Umsagnir
(29)
Ónafngreindur kaupandi vörunnar
Ónafngreindur kaupandi vörunnar
Algjörlega sturluð vara - svínvirkar.Ónafngreindur kaupandi vörunnar
Sesselja Guðrún Sigurðardóttir
Tvær vikur liðnar, stóðst því miður ekki væntingar. Lesa fleiri umsagnir