
Anastasia Stick Contour er kremaður farði í stifti til þess að móta andlitið með skyggingu eða lýsingu.
Þessi stifti veita náttúrulega áferð fyrir andlit eða líkama og er hægt að byggja upp auðveldlega.
Það eru 3 litir í boði til skyggingar og 1 litur í boði fyrir lýsingu og ljóma.
Notkun:
- Undirbúið húðina með raka til þess að litirnir blandist sem best við.
- Notið tóninn Banana til þess að veita ljóma og lýsingu. Berið efst á kinnar, fyrir ofan kjálkalínu, fyrir ofan efri vörina og á hökuna. Blandið svo við húðina.
- Notið tónanna Shadow, Fawn eða Mink til þess að skyggja og móta andlitið. Berið á kinnarnar, við hárlínu, kjálka, hliðarnar á nefinu og hálsinn. Blandið svo við húðina.