
Anastasia Magic Touch Concealer er hyljari sem leiðréttir, lýsir og hylur vel ójafnan húðlit, fínar línur og fleira.
Formúlan er mjög létt og blandast vel í húðina, áferðin er silkimjúk og er miðlungs til full þekja.
Hyljarinn er nærandi fyrir húðina og auðvelt er að bera hann á án þess að skapa fínar línur.
Amino sýru litarefni tryggja að hann festist vel á húðinni og er vöndurinn á honum eins og vatnsdropi í laginu.
Notkun:
- Hægt er að nota hann til þess að fela bólur, bletti eða hrukkur þar sem þú þarft.
- Einnig er hægt að nota hann fyrir skyggingu og ljóma ef þú velur liti sem er dýpri/léttari en þinn náttúrulegi húðlitur.
- Fyrir notkun sem er grunnur á andlitsförðun er best að velja lit sem líkist mest þínum húðlit.