
Anastasia Luminous Foundation er andlitsfarði sem er vatnsheld formúla og gefur frá sér fallegan ljóma með náttúrulegri áferð.
Hún er gerð fyrir langtíma notkun með miðlungsþekju en virkar frískandi og létt.
Þessi andlitsfarði er nógu fallegur einn og sér að það er ekki þörf fyrir að setja púður yfir hann.
Hann hjálpar að jafna út ójafnan húðlit og er auðveldur að bera á húð.
Notkun:
- Veldu lit sem hentar þínum náttúrulega húðlit og undirtón (C= Cool, W= Warm, N= Neutral).
- Mælt er með að taka lítið magn af farðanum og bera á andlitsvæði sem þú vilt fá þekju yfir. Svo er hægt að taka bursta eða blautan svamp og dreifa honum jafnt yfir húðina.
- Bættu svo við ef þér finnst vanta meiri þekju og berðu líka niður á hálsinn ef þú vilt að liturinn sé jafn frá andliti og niður.