Agla Sítrón 330 ml
Agla Gosgerð kynnir hágæðagosið úr smiðju Gosgerðarmeistarans: Sítrón - glæpsaml
223 kr. 298 kr. 676 kr/ltr.
-25%
Agla Gosgerð kynnir hágæðagosið úr smiðju Gosgerðarmeistarans: Sítrón - glæpsamlega gott gulaldingos. Sítróna er nefnilega stundum, allt of sjaldan, kölluð
gulaldin. Hér er á ferðinni húrrandi ferskur gosdrykkur sem inniheldur ekta sítrónusafa, ekta sykur, ekta kolsýru og alls konar ekta hágæði sem bæði almenningur og sérfræðingar tengja beint við Öglu Gosgerð og handbragð Gosgerðarmeistarans. Sérhönnuð dósin er alveg ótrúlega áberandi í hillu enda skartar hún gula litnum og vopnuðum gulaldin-glæponi en í þessu tilfelli borga glæpir sig og það verður enginn súr á svipinn sem drekkur Sítrón! Og, eins og fólk ætti að vera farið að þekkja, þá er bara ein regla sem gildir um Sítrón: Það er bannað að þamba!