Siggi og Sigrún hugleiða
Myndskreyting: Kári Þór Arnarsson

Siggi og Sigrún hafa lært að hugleiða með því að hlusta á skemmtilegar hugleiðslusögur eins og þær sem eru í þessari bók. Hugleiðslusögurnar eru myndrænar og hjálpa börnum að efla ímyndunar¬aflið, sköpunargáfu og einbeitingu. Bókin er upplögð fyrir foreldra og aðra þá sem annast uppeldi barna og vilja hjálpa þeim að ná tökum á hugleiðslu, öðlast hugarró og læra að njóta augnabliksins. Með hjálp Sigga og Sigrúnar geta börn lært að hugleiða og róa hugann á einfaldan hátt. Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir, höfundar bókarinnar, starfa hjá Hugarfrelsi. Á vegum Hugarfrelsis hafa þær haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna þar sem áhersla er lögð á öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu.
- Höfundur : Hrafnhildur Sigurðardóttir , Unnur Arna Jónsdóttir