XO Engifer sósa 300 ml

XO Engifersósan er ein af allra vinsælasta sósan á XO. Frábær kostur sem salat dressing og við lofum þér því að salatið verður margfalt betra.
Á XO er sósan notuð í XO Ginger salatið og einnig á XO Hamborgarann.
Hægt er að nota Engifersósuna í salatið, á fiskinn, í marineringu, núðlurnar og kjúklingaréttinn.
Tillaga að máltíð:
Rífðu niður salat að eigin vali og skerðu niður það sem þér finnst gott í salatið, gæti t.d. verið paprika, tómatar, agúrka, mangó, rauðlaukur ásamt fetaosti. Blandaðu þessu vel saman með XO Engifer sósunni eftir smekk. Því næst skerðu XO Tikka masala kjúkling í bita og stráir yfir salatið ásamt stökkum Nachos flögum, klikkar ekki!
Snitta fyrir veisluna:
Skerðu snittubrauð í sneiðar og penslaðu með olíu. Létt ristaðu brauðið í ofni eða þar til það er orðið gullinbrúnt. Taktu afþýddar rækjur og blandaðu þeim saman við fínt saxaða papriku, rauðlauk og XO Engifersósu eftir smekk.
Settu teskeið af rækjum á brauðið og toppaðu rækjurnar með kryddjurt.
Innihaldslýsing:
Repjuolía, hunang, engifer, vatn, steinselja, sinnep, hvítlaukur, salt, bindiefni (E412), rotvarnarefni (E202).
Ofnæmisvaldar: Sinnep.
Næringargildi í 100 ml:
Orka 1.953 kj / 467 kcal
Fita 43 g
- þar af mettuð 2,8 g
Kolvetni 22 g
- þar af sykurtegundir 18 g
Prótein <0,5 g
Salt 0,80 g