XO Asian Pesto 210ml

Asíska pestóið er frábrugðið öllum öðrum pestóum sem gerir bragðið einstakt en nafnið kemur frá myntu og kóríander. Komdu á óvart í matseldinni og ýttu bragðinu upp á næsta stig og paraðu pestóið við matinn þinn. Frábært með salatinu, fiskinum, kjötinu, samlokunni og geggjað á veisluborðið.
Á XO er pestóið borið fram með Nautasalatinu, salatið inniheldur nautakjöt, kirsuberjatómata, rauðlauk, fetaost og pestó, sellerírótarmauk ásamt wasabi sesamfræum.
Tillaga að máltíð:
Ristaðu beyglu og smyrðu beikon smurosti á hana. Því næst er parmaskinku raðað á beygluna ásamt sneiddum tómötum. Þetta er svo toppað með Asísku pestói, klettasalati, ólífuolíu, rifnum parmesan osti og svörtum pipar.
Snitta fyrir veisluna:
Ristaðu snittubrauð og smyrðu Asísku pestói yfir. Því næst leggur þú sneið af hráskinku ofan á, sneið af kirsuberjatómat og mozzarella. Toppaðu snittuna með klettasalati og rifnum parmesan osti.
Innihaldslýsing:
Repjuolía, kasjúhnetur, sojasósa tamari, vatn, kóríander, sykur, mynta,
bindiefni (E412), rotvarnarefni (E202).
Næringargildi í 100 ml:
Orka 2.685 kj / 642 kcal
Fita 65 g
- þar af mettuð 5,7 g
Kolvetni 11 g
- þar af sykurtegundir 2,6 g
Prótein 5,3 g
Salt 0,10 g