Voxis hálstöflur - Lakkrís sykurlaus 50 g

Voxis hálstöflur eru unnar úr laufum íslenskrar ætihvannar og njóta geysimikilla vinsælda. Við heyrum reglulega frá fólki sem þykir varan hjálpa sér ef það verður vart við særindi í hálsi og munni.
Lágt magn glycyrrhizin
Voxis lakkrís er sykurlaus og inniheldur mjög lágt magn glycyrrhizin sem er þekkt fyrir að valda háum blóðþrýstingi og er til staðar í mörgum neytendavörum sem innihalda lakkrís.
Hver tafla af Voxis lakkrís inniheldur um 0.5 mg af glycyrrhizin.
Niðurstaða rannsóknar í Hollandi (Gelderen et al. 2000) kveður á um að 12 mg af glycyrrhizin á dag sé magn sem ætti ekki að hafa nein áhrif á blóðþrýsing manneskju 60 kg að þyngd.
Sykurlaus með stevíu
Voxis lakkrís er sykurlaus og inniheldur isomalt og stevíu. Sykurstuðull isomalt er 2 samanborið við glúkósa sem hefur sykurstuðulinn 100.
Töflurnar innihalda lífræna íslenska hvönn. Þær innihalda einnig mentól sem gefur frískandi bragð, auk náttúrulegs lakkrísbragðefnis og stjörnuanís olíu.
Nafnið táknar hina íslensku rödd, en „vox“ þýðir „rödd“ á latínu og „is“ er landakóði Íslands.
Innihaldslýsing:
Isomalt, salmíaksalt (ammóníum klóríð), hvannalaufaþykkni 0.6%, salt, náttúrulegt lakkrís bragðefni 0.9% (ESB), stjörnuanís olía, mentól 0.1% (utan ESB), sætuefni (stevia).