Ábyrgð og viðgerðarþjónusta

Ábyrgð og viðgerðarþjónusta

Við greiðum fyrir viðgerð ef um galla er að ræða.
Við sendum þér vöruna frítt heim eftir viðgerð. 

 Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 550 2700 eða með tölvupósti á samband@heimkaup.is. Við bregðumst fljótt við. 

 Það er nokkuð misjafnt hversu löng ábyrgð er á vörum og fer eftir því hvers eðlis þær eru. Þessar upplýsingar er m.a. að finna í lögum um neytendakaup og lögum um rafræn viðskipti og rafræna þjónustu.

Tveggja ára ábyrgð er á öllum raftækjum. Ábyrgð á búnaði almennt gildir í tvö ár í samræmi við lög um neytendakaup. Vörum sem ætlaður er umtalsvert lengri endingartími en fimm ár geta verið með allt að fimm ára ábyrgðartíma á framleiðslugöllum. 

Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími eitt ár. Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en viðurkenndu verkstæði Heimkaup.is eða ef búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð þannig að skemmd hefur hlotist af.  

Að sjálfsögðu berum við virðingu fyrir lögunum en ánægðir viðskiptavinir skipta okkur mestu máli og við reynum að leysa öll mál þó svo að okkur beri ekki endilega lagaleg skylda til þess.

**Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu**