
Við losum þig við gamla tækið þegar við komum með það nýja.
Við spörum þér tíma, fyrirhöfn og peninga. Þegar við komum með nýja ísskápinn, þvottavélina, uppþvottavélina eða tækið sem þú kaupir tökum við gamla tækið í leiðinni. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu.
Tækin fara í endurvinnslu
Bílstjórar Heimkaup.is fara með gömlu tækin til Hringrásar þar sem þau eru tekin í sundur, brotamálmar eru flokkaðir og spilliefni skilin frá áður en málmur er fluttur út. Hringrás á einungis í viðskiptum við viðurkennda aðila erlendis og sendir ekki spilliefni til þróunarríkja.
Bílstjórar okkar eru einir á ferð. Bílstjóri kemur með rafmagnstrillu til að flytja stór tæki inn á heimili eða taka tæki sem viðskiptavinur vill losna við, t.d. upp og niður stiga. Hús eru misjöfn og í einstaka tilvikum verður notkun rafmagnstrillu ekki viðkomið, í slíkum tilvikum gæti móttakandi þurft að aðstoða bílstjóra.
Gildir fyrir eftirtaldar vörur:
Kæli- og frystiskápa, frystikistur, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ofna, eldavélar og helluborð.