VEIO ES5 rafhlaupahjól
Skiptu greiðslunum

VEIO er byltingarkennt nýtt rafmagns hlaupahjól en það er ekki bara stílhreint og ótrúlega kraftmikið heldur býr það yfir ákveðnum eiginleikum sem fáar rafskútur hafa í dag. Bráðsniðugt og stílhreint rafmagnshlaupahjól frá VEIO en hjólið er sambrjótanlegt og kemur á fylltum dekkjum.
VEIO ES5 er með kraftmikinn 250W mótor sem fer auðveldlega upp 12° halla! Hjólið er auðveldlega sambrjótanlegt og vegur ekki nema 13kg og því auðvelt að halda á því upp stigann á leið á skrifstofuna.
VEIO hjólin koma með 6.4Ah Panasonic lithium-ion rafhlöðu sem er auðvelt að fjarlægja og skipta út ef þess þarf. Það er mjög auðvelt að fjarlægja rafhlöðuna og henda annarri í ef þú verður rafmagnslaus á leiðinni á áfangastað! Hér getur þú nálgast auka rafhlöðu
VEIO hlaupahjólin koma, beint úr kassanum, á 10" fylltum dekkjum. Þetta stuðlar að betri upplifun notandans þar sem það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að dekkin springi, einnig eru stærri dekkin að skila auknum þægindum.
EBS bremsukerfi gerir bremsurnar mjúkar og þægilegar í notkun. Diskabremsan er staðsett að aftan sem á einnig að hjálpa til við þægindi. Það sem gerir VEIO bremsukerfið öðruvísi en á öðrum rafskútum er það að það er líka hægt að bremsa með því að þrýsta niður afturbretti hjólsins en það virkar líka sem einskonar bremsa. Hinsvegar er mælt með að nota handbremsuna þegar völ er á.
Nánari upplýsingar
- Hámarks drægni: 15-25 km
- Hámarks hraði: 20 km/klst
- Hámarksþyngd: 100 kg
- Hámarks klifur: 15°
- Dekk: 10", gegnheil
- Ljós: Framan og aftan
- Bremsur að aftan: diskabremsur og fótabremsur
- Bremsur að framan: Rafbremsur (EBS)
- Litur: Svartur
- Gerð: 740053
- Efni: Aluminum Alloy
- Rated Power: 250W
Rafhlaða
- Gerð: Long Range Lithium-ion Battery
- Stærð: 36V / 6400 mAh (Panasonic)
- Hleðslutími: 3 klst (60% á 1 klst)
Mál og þyngd
- Þyngd: 13 kg
Í kassanum
- VEIO Electric Scooter
- 6.4Ah Removable Battery
- Fast Charger (4-5h)
- Leiðbeiningar