Útvegsspilið

Útvegsspilið er eitt eftirsóttasta spil í sögu Íslands og hefur verið ófáanlegt um árabil en nú snýr það loksins aftur í upprunalegri útgáfu með viðbótarreglum fyrir þá sem vilja. Með nýjum skipa- og húsaspjöldum.
Í Útvegsspilinu geta tveir til sex tekið þátt í skemmtilegum leik, sem felst í þvi að koma sér upp skipaflota, veiða og vinna afla í eigin vinnslustöðvum og selja á erlendan markað. En þetta er ekki átakalaust og oft reynir mikið á útsjónarsemi spilamanna því teningurinn ræður ekki gangi mála nema að hluta.
Útvegsspilið er óviðjafnanlegt skemmti- og fræðsluspil fyrir unga sem aldna.
Spilið er framleitt að öllu leyti á Íslandi og með handsmíðuðum húsum og skipum.

Stórskemmtilegt
Dragðu atburða-, aðgerða- eða Landhelgisgæsluspjöld, eignastu bréf í skipum og fleiru.

Hér skipta peningar máli
Það snýst allt um peninga og umsvif í útvegsspilinu. Sópaðu að þér fé og vertu með mestu umsvifin.

Alíslenskt spil
Útvegsspilið er alíslenskt og meira að segja framleitt hérlendis. Viðfangsefnið gerist líka ekki íslenskara.

Varúð! Ávanabindandi!
Spilið er algjör nostalgíusprengja sem margar kynslóðir íslendinga hafa spilað.
Innihald:
- Afurðamiði - Fiskvinnsla: 12 stk
- Afurðamiði - Fiskimjölsverksmiðja: 12 stk
- Afurðamiði - Frystihús: 12 stk
- Verðbréf: 8 stk
- Húsamiði - Fiskvinnsla: 17 stk
- Húsamiði - Fiskimjölsverksmiðja: 9 stk
- Húsamiði - Frystihús: 12 stk
- Skipaspjöld: 69 stk
- ! Atvikaspjald: 30 stk
- ? Atvikaspjald: 35 stk
- L Atvikaspjald: 36 stk
- Tryggingamiðar: 36 stk
- Tré hús: 24 stk (í 6 litum)
- Tré skip: 6 stk (í 6 litum)
- Stórt samanbrjótanlegt spilaborð
- Teningur: 1 stk
- Reglubæklingur: 1 stk
- Fiskispjald: 1 stk
- Peningaseðlar (1.000, 5.000, 10.000, 20.000, 50.000, 100.000, 200.000, 500.000 og 1.000.000 kr.)
Umsagnir
„Dýrka þetta spil“ - Dóri DNA.
„Frábært og hræðilegt - því ég keypti mér gamalt Útvegsspil á MORÐFJÁR í fyrra“ - Ari Eldjárn.
„Besta spil í heimi“ - Jón Gnarr.
„Útvegsspilið er meðal þeirra spila sem urðu kveikjan að óslökkvandi ástríðu og ævistarfi.“ - Þórólfur Beck, leikjahönnuður Hættuspils og EVE online.
„Í fyrsta og einu skiptin sem mér leið eins og ég væri ríkur var þegar ég spilaði Útvegsspilið sem krakki“ - Andri Freyr Viðarsson, RÁS 2.
„Mín kynslóð vann í frystihúsi á daginn og spilaði Útvegsspilið á kvöldin. Góðir tímar!“ - Katrín Júlíusdóttir, Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.