Superbowl eðlan 2023!

Matmikil og bragðgóð eðla... borin fram með brakandi fersku snakki.

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 500gr nautahakk
 • 1 pakki Taco kryddblanda
 • 400gr rjómaostur
 • 300gr salsa sósa
 • 250gr ostasósa
 • 4-5 stk tómatar skornir smátt
 • 2 stilkar vorlaukur
 • 1 stk rauð paprika skorin smátt
 • 1/ dós ólífur svartar
 • Rifinn ostur
 • Nóg af snakki

  Leiðbeiningar

  Hérna kemur uppskrift að superbowl eðlunni 2023!

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.

  Aðferð:

  Byrjið á steikja hann á pönnu og kryddið með mexíkó kryddblönduna,hrærið vel saman og leyfið kryddinu að fara vel inn í hakkið. Mér finnst gott að setja 2 msk af vatni yfir og leyfa þessu að sjóða aðeins. Skerið niður papriku, ólífur, tómata, vorlauk og leggið til hliðar. Takið stórt eldfast form og smyrjið rjómaosti í botninn, næsta salsa sósu og svo er hakkið sett yfir. Næst er ostasósa sett vítt og dreift yfir hakkið, nóg af rifnum osti og svo eru ólífurnar, tómatarnir og vorlaukurinn og paprikan sett yfir í lokin. Setjið svo í ofninn og hitið við 180 gráður í 15 mínútur eða þar til að osturinn er bráðnaður. Berið fram með snakki, þetta er geggjuð dýfa!

  Njótið vel !