Satay kjúklinga salat að hætti Unu

Hollt og gott salat í kvöldmatinn, ég mæli svo sannarlega með þessu! Satay sósan gerir kjúklinginn extra bragðgóðan og blandast einstaklega vel með þessu góða salati.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 800-900 gr kjúklingalundir
  • 1 dós Satay sósa
  • 1 dl rjómi
  • 150gr salatostur í kryddolíu
  • 200gr salatblanda
  • 1 stk paprika rauð
  • 1/2 Agúrka
  • 1 stk avocado ( passa að það sé mjúkt)
  • 180gr tómatar
  • 1-2 msk sesamfræ
  • 50gr Wasabi hnetur ( settar í matvinnsluvél)

    Leiðbeiningar

    Aðferð:

    Byrjið á að taka satay sósuna og blanda henni saman við 1 dl rjóma, hrærið saman Steikið kjúklingalundirnar upp úr smá olíu á pönnu og kryddið með kjúklingakryddi eða salti & pipar. Hellið satay sósunni yfir lundirnar og leyfið að malla á lágum hita í um 25 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er að eldast er tilvalið að undirbúa salatið. Byrjið á að skola grænmetið vel og þerra það. Skerið níður salat, gúrku, papriku, avocado, tómötum og blandið öllu vel saman í skál. Veltið salatblöndunni upp úr 1/2 dós af fetaosti /olían með. Brytið niður hnetur gróflega og blandið saman við salatið. Stráið smá sesamfræum yfir kjúklingalundirnar í lokin, leyfið kjúklingnum aðeins að kólna áður en hann er settur saman við salatið. Leggið lundirnar í heilu lagi yfir salatið eða skerið niður í litla bita.

    • Mér finnst gott að bera salatið fram með Kínóa eða hrísgrjónum*

    Njótið vel !