Marengsrúlla með hindberjum

Mjúkur marengs botn rúllaður upp með hindberja rjóma og bræddu Nóa Síríus súkkulaði með piparkökubragði þetta getur ekki klikkað.

50 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 400 ml Rjómi
  • 200gr sykur
  • 4 stk eggjahvítur
  • 2 tsk Vanilludropar
  • 170 gr hindber
  • 200 gr Rjómasúkkulaði með piparkökubragði

    Leiðbeiningar

    Innihald:

    • 4 stk eggjahvítur
    • 200 gr sykur
    • 2 tsk vanilludropar
    • 170 gr fersk hindber ( eða jarðarber)
    • 400 ml rjómi
    • 200 gr Nóa síríus súkkulaði með piparkökubragði

    Aðferð:

    1.Byrjið á að stilla ofninn á 150 gráður. 2.Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. 3.Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða vel og hellið sykrinu hægt og rólega saman við, vanilludroparnir fara svo næst saman við. Þeytið vel saman eða þar til að stíf marengs blanda myndast. 4.Hellið marengsblöndunni á bökunarpappírinn og sléttið vel úr. 5.Bakið í 25 mínútur, takið út úr ofninum og látið kólna. 6.Á meðan marengsinn er að kólna er upplagt að byrja á fyllingunni. 7.Þeytið rjóma og að lokum eru um 100gr hindber fersk sett út í rjómann og þeytt vel saman við þar til að rjóminn verður smá bleikur. 8.Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. 9.Snúið marengsbotninum varlega við svo að botninn snúi upp, leggið rjómann ofan á ásamt helmingnum af súkkulaði blöndunni. 10.Rúllið botninum varlega upp í rúllu, gott að rúlla honum upp með hjálp bökunarpappírsins. 11.Hellið restinni af súkkulaðinu yfir ásamt hinberjum og fallegum skreytingum að ykkar vali. 12.Geymist í kæli í um 2 klst áður en borið fram.