Lasagna að hætti Unu

Klassískt lasagna er alltaf vinsælt á mínu heimili, fljótlegt að framkvæma og jafnvel hægt að undirbúa með fyrirvara. Mæli með að bera það fram með góðu hvítlauksbrauði og fersku salati.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500 g nautahakk
  • 1 stk laukur, skorinn fínt
  • 1 dós pastasósa
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 dós kotasæla
  • 1 pakki lasagnaplötur
  • 1 poki rifinn ostur
  • 1 pakki hvítlauksbrauð

    Leiðbeiningar

    1. Byrjið á að hita olíu á pönnu og steikja hakkið, kryddið að vild.
    2. Saxið lauk smátt og setjið saman við hakkið og steikið allt vel saman.
    3. Hellið pastasósunni og sýrða rjómanum yfir og hrærið saman.
    4. Setjið til skiptis í eldfast mót: lasagnaplötur, pastasósu, og kotasælu.
    5. Stráið rifnum osti yfir og bakið við 200° í um 20 mínútur.
    6. Berið fram með góðu hvítlauksbrauði og fersku salati.