Lambalæri með bláberja- og hunangsmareneringu

Lambalærið er marinerað með bláberjum, hvítlauk, rósmarín og hunangi og er himneskt í alla staði. Við grilluðum svo lærið, en það er ofureinfalt og í raun eina sem þarf að hafa í huga er að hafa slökkt á brennara þeim meginn sem lærið er. Svo grillast það svona fallega meðan meðlætið er undirbúið og rauðvín sötrað undir ljúfum tónum.

2 klst

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 2 kg Lambalæri
  • 2 msk Hunang
  • 1 msk Rósmarín
  • 2 stk Timían - 2 stilkar laufin tekin af
  • 1 stk Hvítlauksrif 4 stk
  • 2 dl Bláber

    Leiðbeiningar

    *Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar. *

    Aðferð

    ATHUGIÐ AÐ LAMBALÆRIÐ ER FROSIÐ.

    1. Maukið bláber, kryddjurtir, hunang og hvítlauk gróflega saman. Kryddið með salti og pipar. Skerið raufar í lærið og hellið marineringunni yfir. Leyfið síðan kjötinu að marinerast í klukkustund eða yfir nótt, eftir því sem tími leyfir.
    2. Hitið grillið.
    3. Leggið kjötið síðan á grillið og slökkvið á brennararnum sem er þeim helmingi sem kjötið liggur á. Þá þarf ekki að pakka því inn í álpappír og kjötið fá dásamlegt grillbragð. Grillið í um 1 ½ klst eða þar til kjöthitamælirinn sýnir um 60/70°.