Krakkapasta í hvítlaukssósu.

Gott pasta elska allir, hérna kemur ein vinsæl pasta uppskrift sem hittir í mark!

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500 g Tagliateli pasta
  • 200 g Skinka
  • 130 g Pepperoni
  • 250 g Sveppir
  • 1 Hvítlaukur
  • 150 g Hvítlauksostur
  • 250 ml Rjómi
  • 30 g Parmasean ostur

    Leiðbeiningar

    Aðferð:

    1. Byrjið á að sjóða pasta í potti.
    2. Skerið niður sveppi, hvítlauk, skinku og pepperoni.
    3. Setjið 1 msk af smjöri á pönnu og steikið hvítlauk, sveppi, skinkuna og pepperoni í nokkrar mínútur.
    4. Blandið í potti hvítlauksrjómasti saman við 1/2 pela rjóma og leyfið að malla,þegar osturinn hefur leysts upp er slökkt undir sósunni, hún þykknar aðeins upp er hún kólnar.
    5. Sigtið vatnið frá pastanu, blandið svo öllu saman og stráið parmasean osti yfir.

    Berið fram með heitu hvítlauksbrauði.