Helgar lambið með kartöflugratíni og villisveppasósu.

Hvað er betra en íslenskt lambalæri ...? Toppaðu máltíðina með kartöflugratíni & sveppasósu. Það má svo alltaf nýta afganginn í eitthvað gott daginn eftir eins og lamba taco daginn eftir með pikkluðum rauðlauk og majónesi nammm.

1 klst 45 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk Lambalæri
  • 500 g Kartöflur
  • 300 g Rjómi
  • 5 msk Smjör
  • 250 g Sveppir
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 150 g Rifinn ostur
  • 150 g Villisveppaostur
  • 1 stk Lambakraftur
  • 1 msk Season all krydd

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina **nema salt, pipar og olíu. Einnig er mareneringin val og því EKKI á innkaupalistanum.

    Athugið Lambalærið er frosið.

    Lambalæri

    1. Byrjið á því að snyrta lambalærið og setja það í góðan pott sem má fara í ofn.
    2. Útbúið mareneringuna ef þess er kosið, setjið ólífuolíuna í skál, saxið niður fersk tímían og raspið niður skarlottulauk með rifjárni, blandið öllu saman ásamt því að salt og pipra blönduna.
    3. Smyrjið blönduna á lærið vel og vandlega og passið að ná á alla fleti lærinsins. Best er að leyfa lærinu að marenerast í nokkrar klukkustundir.
    4. Setjið lærið í ofninn og mér finnst best að hægelda það við 120 gráðu hita í um 3-4 klst en það miðast við 2,5 kg læri.
    5. Þegar um 30 mínútur eru eftir af steikingartímanum er gott að taka lærið út og setja nokkrar smjörklípur yfir það og svo aftur inn í ofn, þetta gerir yfirborðið stökkt og gott.
    6. Munið að leyfa lærinu að standa aðeins eða í um 15-20 mínútur þegar það er tilbúið áður en það er skorið og borið fram. Fallegt að setja smá ferskt tímían, bláber eða tómata til skreytinga og svo bragðast það einnig vel með lærinu.

    *Kartöflugratín *

    Hráefni 400-500 gr kartöflur Salt og pipar 150 gr rjómi 3 msk smjör 2 hvítlauksrif Rifinn ostur Seasonal krydd**

    Aðferð

    1. Byrjið á að skera sveppina niður í þunnar sneiðar og steikið á pönnu, raspið niður hvítlauskgeirana og blandið saman við, leyfið að malla saman á pönnunni í nokkrar mínútur.
    2. Skerið kartöflur niður í sneiðar og raðið í eldfastmót, saltið og piprið vel.
    3. Hellið rjómanum út á pönnuna yfir sveppina og leyfi að blandast aðeins saman við áður en rjómablöndunni er hellt yfir kartöflurnar og hrært vel í.
    4. Stráið rifnum osti yfir og að lokum er smá seasonal kryddi stráð yfir, kartöflurnar settar inn í ofn og leyft að bakast í um 35 mínútur við 180 gráður.

    Sveppasósa

    Hráefni

    250 gr sveppir 150gr villisveppaostur eða piparostur ( Val) 2 msk smjör 1 stk lambateningur 150 ml rjómi 200 ml vatn Svo skemmir nú ekki fyrir að skvetta smá rauðvínsdreitil saman við eða smá soði af lambalærinu sjálfu.

    Njótið vel !