Grænmetislasagna að hætti Unu

Hérna kemur hollt & bragðgott grænmetislasagna- mér finnst upplagt að skella í slíkt þegar ég þarf að taka til í ísskápnum og vinna með það sem til er. Endilega nýtið það grænmeti sem til er hverju sinni.

55 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk laukur saxaður
  • 1 stk Kúrbítur
  • 5-6 stk gulrætur sneiddar
  • 200gr sveppir sneiddir
  • 150gr Brokkolí
  • 3 stk hvítlauksrif
  • 400gr Tómatar niðursoðnir ( saxaðir)
  • 100gr Tómatpúrra
  • 2stk grænmetisteningar
  • 500gr Kotasæla
  • Lasagna pastaplötur
  • Rifinn ostur

    Leiðbeiningar

    Aðferð:

    1. Byrjið á að hita ofninn við 180 gráður.
    2. Saxið niður lauk smátt, kúrbít í bita og sneiðið niður gulrætur & sveppi.
    3. Léttsteikið laukinn, kúrbítinn, gulræturnar og sveppina í ólívuolíu á pönnu og kryddið með salti, pipar og því kryddi sem þið kunnið að meta best.
    4. Þá næst er það að bæta niðursoðnum tómötum, tómatpúrru, 2 dl af vatni og grænmetisteningum á pönnuna og látið sjóða í um 20 mínútur.
    5. Á meðan þetta er að malla, er brokkolí skorið í bita og léttsoðið.
    6. Bætið því á pönnuna í lokin og leyfið að malla með hinu í um 5-10 mínútur.
    7. Smyrjið eldfast mót og setjið grænmetissósu í botninn, þá lasagnaplötur, kotasælu, aftur grænmetissósu og svo koll af kolli.
    8. Endið á að strá vel af rifnum osti yfir.
    9. Bakið við 180° í um 30 mínútur.