Appelsínusúkkulaði mús

Dásamlegur eftirréttur, súkkulaði mús með appelsínubragði í bland.

3 klst 25 mín

8
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk Appelsína
  • 200gr Hafrakex
  • 130gr Smjör
  • 30gr Kakóduft
  • 300ml Rjómi
  • 400gr súkkulaði með appelsínubragði

    Leiðbeiningar

    **Fyrir 8 manns

    **Hráefni

    Botn

    200 g hafrakex 30 g Síríus kakóduft 70 g smjör

    Súkkulaðimús

    50 g smjör 300 ml rjómi 400 g Síríus suðusúkkulaði með appelsínubragði

    Skraut Appelsína

    1. Myljið kexið í matvinnsluvél, bætið kakóinu út í og hrærið saman. Bræðið smjörið og blandið saman við.

    2. Smyrjið hliðarnar á 22 cm bökuformi.

    3. Þrýstið kexblöndunni ofan í formið, setjið kexið upp meðfram hliðunum. Setjið botninn inn í frysti í 10 mín.

    4. Bræðið saman smjör og rjóma.

    5. Brjótið niður súkkulaðið í hitaþolna skál, hellið rjómablöndunni yfir og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og allt blandast vel saman.

    6. Hellið blöndunni yfir botninn, passið að súkkulaðið fari ekki upp fyrir kexkantana. Setjið inn í ísskáp og kælið í 4-5 klst. eða lengur (gott að gera daginn áður og geyma yfir nótt).

    7. Kveikið á ofninum og stillið á 120°C og blástur. Skerið appelsínuna í sneiðar og raðið á bökunargrind, bakið í u.þ.b. 2 klst. eða þar til appelsínusneiðarnar eru þornaðar.

    8. Skreytið kökuna með þurrkuðu appelsínusneiðunum.**