Una prjónabók

UNA prjónabók er samstarfsverkefni vinkvennanna Sjafnar og Sölku Sólar. Sjöfn hefur prjónað allt sitt líf en Salka tók fyrst upp prjónana fyrir um ári. Þær ákváðu að prjóna saman eina flík, sem varð að heilli línu – sem varð svo að þessari fallegu bók.
Bókin er einkar hentug fyrir algjöra byrjendur en reynsluprjónarar verða ekki sviknir, ónei!
- UNA prjónabók inniheldur 27 prjónauppskriftir.
Þar af eru 13 vinsælar úr UNU og ÆVI línunum í bland við 14 glænýjar uppskriftir.
Yfirskrift bókarinnar er „Hlýtt og mjúkt fyrir börn, fullorðna og hunda”, og eru prjónauppskriftirnar á mannamáli fyrir bæði byrjendur og reynslubolta.
Bókin er 161 blaðsíða, í áberandi fallegu umbroti og mun sóma sér vel á kaffiborðum allra landsmanna.
Hér er að finna uppskriftir að tveimur heilum prjónalínum, UNU og ÆVI, ásamt fjölda einstakra spjara. Rík áhersla er lögð á að uppskriftirnar séu á mannamáli, þ.e. auðlesnar þeim sem vita lítið sem ekkert um prjónaskap. Bókin er því einkar hentug fyrir grænjaxla í geiranum en reynsluboltar og handóðir prjónarar verða ekki sviknir, ónei!
Það er ósk höfunda að sem flestir hafi gaman af UNU PRJÓNABÓK en stóra markmiðið er að vekja áhuga þeirra sem eru í sömu sporum og Salka fyrir ári síðan; þeirra sem eru ögn ringlaðir og langar að prófa sig áfram en skortir hugmyndir og skýrar og góðar leiðbeiningar.
- Gerð : Innbundin
- Höfundur : Salka Sól Eyfeld , Sjöfn Kristjánsdóttir
- Tegund : Handavinna
- Útgáfuár : 2020