
Týndu stúlkurnar: Kim Stone #3

- Tvær stúlkur eru horfnar.
- Aðeins önnur þeirra mun skila sér heim.
- Hjónin sem bjóða hærri peningaupphæð fá dóttur sína til baka, hin ekki.
- Þannig eru reglurnar.
- Annað barnið mun deyja.
Þegar hinar níu ára gömlu Charlie og Amy hverfa skyndilega upplifa fjölskyldur þeirra sannkallaða martröð. Stuttu síðar berst staðfesting á hinu óhugsandi í textaskilaboðum; stúlkunum hefur verið rænt. Næstu skilaboð etja fjölskyldunum tveimur saman í keppni um líf dætra sinna, og tíminn er senn á þrotum hjá Kim Stone og liðinu hennar. Mannræningjarnir virðast alltaf skrefi á undan og eftir því sem líkunum fjölgar áttar Stone sig á því að þetta eru mögulega hættulegustu glæpamenn sem hún hefur átt í höggi við. Möguleikarnir á að stúlkurnar finnist á lífi minnka með hverri klukkustund … Lausnina gæti verið að finna í leyndarmálum sem grafin eru í fortíð fjölskyldnanna. Tekst Kim að leysa úr þessu áður en það verður um seinan? Eða mun önnur stúlkan deyja?
- Kilja
- Útgáfuár: 2017
- Blaðsíður: 488
- Útgáfuár : 2017