The Ordinary Vitamin C Suspension 23% + HA Spheres 2% 30 ml

C-vítamín er öflugt andoxunarefni sem birtir yfirlit húðarinnar, dregur úr öldrunarmerkjum og vinnur á ójafnri áferð.
Formúlan inniheldur 23% hreina L-Ascorbic Acid (L-askorbínsýra) sem helst einstaklega stöðug þar sem formúlan er vatnslaus. Formúlan inniheldur einnig þurrkaðar hýlaúronsýrur sem mýkja yfirborð húðarinnar.
Notkun: Berið á allt andlitið eftir hreinsun að kvöldi til. Eðlilegt er að finna fyrir kitli í húðinni eftir notkun fyrstu 1-2 vikurnar á meðan húðin er að venjast styrkleika formúlunnar. Ef kitlið er of sterkt er hægt að blanda seruminu við rakakrem eða rakaserum. Kitlið á ekki að vera ertandi. Hættið notkun og leitið til læknis ef erting kemur fram.
Innihaldsefni: Ascorbic Acid, Squalane, Isodecyl Neopentanoate, Isononyl Isononanoate, Coconut Alkanes, Ethylene/Propylene/Styrene Copolymer, Ethylhexyl Palmitate, Silica Dimethyl Silylate, Sodium Hyaluronate, Glucomannan, Coco-Caprylate/Caprate, Butylene/Ethylene/Styrene Copolymer, Acrylates/Ethylhexyl Acrylate Crosspolymer, Trihydroxystearin, Bht.