Störf í boði

 

Hefur þú gaman af því að tala?

 

Við leitum að kurteisum starfsmanni sem kemur vel fyrir í þjónustuverið okkar. Starfið felst í að taka á móti viðskiptavinum, svara í síma og veita fyrirtaks þjónustu.

Viðkomandi þarf að vera vel máli farinn og hafa gaman af því að veita frábæra þjónustu – en það er eitt af grundvallar markmiðum okkar. Hann þarf einnig að geta unnið undir álagi á fjörugum vinnustað.

Um hlutastarf er að ræða. Vinnutími er sveigjanlegur og gæti því hentað vel þeim sem vilja vinna með skóla – þjónustuverið er opið til kl. 18:30 á virkum dögum. Sá sem verður ráðinn verður að vera tilbúinn að bæta við sig vinnu fyrir jólin.

 

Umsækjendur sendi mynd og ferilskrá á vinna@heimkaup.is merkt Ég hef gaman af því að tala við fólk. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Símanúmer: 550 2700 Netfang: samband@heimkaup.is Opnunartími í Smáratorgi 3, Kópavogi er Mán. - fös. 11:00 - 18:30 og Lau. 11:00 - 14:00. Við keyrum út samdægurs alla daga vikunnar. Copyright © 2018 Heimkaup