Innkaupalistar

Störf í boði

Ert þú með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfi­leika?

Markmið okkar er ekki að veita góða heldur afburðar þjónustu! Óskum eftir metnaðarfullum einstaklingi sem nýtur þess að gera viðskiptavini ánægða. Þetta er algert lykilatriði!

Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi og tekið öllum viðskiptavinum með bros á vör …jafnvel þó að sumir þeirra séu stundum svolítið kröfuharðir.

Leitum að lausnamiðuðum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti. Nauðsynlegt er að viðkomandi eigi auðvelt með að vinna á tölvu og tileinka sér notkun nýs hugbúnaðar.

Starfið felst meðal annars í símsvörun og móttöku viðskiptavina í þjónustuveri Smáratorgi 3 Kópavogi. Viðkomandi er hluti af teymi sem samanstendur af þjónustu, vöruhúsi og dreifingu.  Teymið vinnur þétt saman og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að stökkva í tiltekt pantana, pökkun og móttöku á vörum.

 

Vinnutími: 11:00–18:30

Annar hver laugardagur 10:30–16:30

Sendu endilega á okkur umsókn á vinna@heimkaup.is.

Símanúmer: 550 2700 Netfang: samband@heimkaup.is Opnunartími í Smáratorgi 3, Kópavogi er Mán. - fös. 11:00 - 18:30 og Lau. 11:00 - 16:00. Við keyrum út samdægurs alla daga vikunnar. Copyright © 2017 Heimkaup