Spurt og svarað

 

Okkar markmið er að veita framúrskarandi þjónustu.

Þú getur alltaf sent okkur tölvupóst, hringt í 550–2700 eða sent okkur skilaboð á Facebook.„Ótrúlega flott þjónusta. Sendir hratt og örugglega.
Pantaði rétt fyrir fjögur og sendingin var komin í Neskaupstað morguninn eftir.
Ekkert mál að fá skipt. BRAVÓ til ykkar!“

-Þorvarður, 15. október.

Algengar spurningar og svör.


1) Er ábyrgð á seldum vörum hjá Heimkaup.is?
Já, það er ábyrgð á öllum vörum. Til að mynda er 2ja ára ábyrgð á öllum raftækjum.

2) Ég vil skila vöru frá Heimkaup.is – hvar er það gert?
Það er ekkert mál að skila. Komdu við í þjónustumiðstöð okkar að Smáratorgi 3, Kópavogi. Þú getur líka sent póst á netfangið samband@heimkaup.is eða hringt í síma 550–2700. 

3) Sendir Heimkaup.is um allt land?
Já að sjálfsögðu. Við keyrum sjálf út á höfuðborgarsvæðinu og nýtum okkur þjónustu Póstsins á landsbyggðinni. Pósturinn getur ekki sent stórar sendingar heim að dyrum alls staðar á landinu. Nánari upplýsingar um þjónustu póstsins er að finna hér.

4) Hvað kostar að fá vöru senda heim?
Ef pantað er fyrir 4.000 kr er heimsending frí, annars 590. kr. Sjá nánar hérna.

5) Hvenær fæ ég vöruna?
Samdægurs ef pantað er fyrir 17:00, annars daginn eftir.
Utan höfuðborgarsvæði­sins koma vörurnar í 95% tilvika daginn eftir að þær eru pantaðar.

6) Eru upplýsingar um kreditkortið mitt öruggar hjá Heimkaup.is?
Já, þú getur treyst því. Heimkaup.is starfar eftir alþjóðlegum stöðlum um meðferð og vörslu slíkra upplýsinga með það að markmiði að tryggja öryggi viðskiptavina.

7) Hvað með stórar og þungar vörur?
Ekkert mál og við hjálpum þér að bera þær inn. 

8) Eru allar vörur á vefnum tilbúnar til afhendingar?
Já, ef varan er á vefnum þá er hún til í vöruhúsinu okkar og tilbúin til afhendingar.

9) Vara er gölluð eða biluð – hvert leita ég?
Ekkert mál. Hafðu samband við okkur í síma 550–2700 eða sendu okkur póst, samband@heimkaup.is, og við skiptum eða látum gera við eftir því sem við á.

10) Ég vil breyta eða hætta við pöntun hjá Heimkaup.is
Ekkert mál. Hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 550–2700.

11) Ég finn ekki svar við fyrirspurn minni hér í listanum?
Þá er tilvalið að hafa samband við okkur í síma 550–2700, á samfélagsmiðlum eða með tölvupósti á netfangið samband@heimkaup.is

 

Símanúmer: 550 2700 Netfang: samband@heimkaup.is Opnunartími í Smáratorgi 3, Kópavogi er Mán. - fös. 11:00 - 18:30 og Lau. 11:00 - 14:00. Við keyrum út samdægurs alla daga vikunnar. Copyright © 2018 Heimkaup