Smidge flugnafæla

SMIDGE flugnafælan er þróuð og prófuð af skordýrafræðingum í villtri náttúru Skotlands.
Formúlan er vísindalega prófuð og benda niðurstöður til að Smidge gefi skjóta og örugga virkni gegn ýmsum smákvikindum sem bíta og geta valdið okkur mannfólkinu og öðrum spendýrum talsverðum óþægindum.
Smidge veitir áhrifaríka vörn gegn lúsmýi, moskítóflugum, mítlum og öðrum skordýrum sem bíta.
Smidge samanstendur af innihaldsefnum sem henta vel fyrir fjölskyldumeðlimi eldri en 2 ára.
Smidge inniheldur virka efnið Saltidin® sem veitir skjóta og kraftmikla vörn í allt að 8 klukkustundir.
Smidge er vatns- og svitaþolin, inniheldur ekki DEET og óhætt í notkun fyrir þungaðar konur.
Notkunarupplýsingar: Berið jafnt á alla óvarna húð. Ekki spreyja beint í andlit! Spreyjið í lófa og dreifið á húð. Forðist að efnið berist í augu, munn og varir. Endurtakið á 8 klst fresti eftir því sem við á:
- Börn frá 24 mánaða – 12 ára: tvisvar á dag
- 12 ára og eldri, ásamt þunguðum konum: þrisvar á dag
