SmellWell ilmpokar XL

Smell Well eru pokar sem settir eru ofan í skó og aðra hluti svosem boxhanska eða íþróttatöskur sem eiga það til að lykta illa.
Pokarnir draga í sig bakeríurnar sem er orsakavaldur óþefsins á meðan ýmis sprey og kúlur gefa frá sér lykt sem á að yfirgnæfa óþefinn og getur stundum meira að segja gert illt verra.
Þegar við svitnum í skóm nær svitinn og rakinn ekki að komast út og til verður gróðrarstía fyrir bakteríur, þess vegna eru lokaðir íþróttaskór t.d. fótboltaskór eða skautar verstir því þar er lítil sem engin öndun. Smell Well dregur í sig rakann, svitann og bakteríurnar og hleypir þeim úr skónum.
Settu Smell Well pokana ofan í skóna eftir notkun og leyfðu að vera í opnu rými í einn til tvo sólarhringa og þú munt finna mikinn mun á lyktinni úr skónum. Taktu svo Smell Well pokana úr skónum og leyfðu þeim að anda yfir nótt áður en þeir eru settir aftur ofan í.
Smell Well endist í um það bil 3 til 4 mánuði og eru umhverfisvænir, engin eiturefni eru notuð í pokana og þeir eru 'biodegradable' og vottaðir af REACH.
Pokarnir eru í mismunandi litum en hafa allir sama ilm.
Prófaðu, þú verður ekki svikin/n!