
Fresh Kiss Konjac Cleansing Sponge – Ekki bara svampur! Náttúrulegur Konjac svampur með Xylitol. Djúphreinsar og skrúbbar dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar. Örvar hana og veitir mýkt og ljóma. Bleitið svampinn með volgu vatni og mýkið hann upp. Nuddið húðina með léttum hringlaga hreyfingum. Fullkomið hreinsunina með því að nota Fresh Kiss Hreinsi Froðuna í svampinn. Eftir notkun er nauðsynlegt að þrífa svampinn vel og geyma hann á þurrum, köldum stað. Ráðlakt er að skipta um svamp á 6 vikna fresti.
Konjac- Er unnið úr mjúkum trefjum róta Konjac plöntunnar og hefur milda djúphreinsandi eiginleika.
Xylitol- Örverueyðandi og veitir húðinni jafnvægi.
Scandinavian Skin Candy er Finnskt húð og háreyðingar vörumerki sem hefur það eitt í fyrirrúmi að bjóða upp á einstaka upplifun fyrir allar húðgerðir!
Þar með töldum allra viðkvæmustu, ofnæmisgjarni, psoriasis og exem húð.
Náttúruleg og Vegan vinveit innihaldsefnin eru nammi fyrir húðina.
En hvað er það sem gerir Skin Candy frábrugðið öðrum náttúrulegum og vegan húðvörum?
Það er leyndarmál, en þú mátt til með að vita það...
XYLITOL!!!
Xylitol er náttúrulegt innihaldsefni sem einnig er kallað sykuralkahól. Það finnst meðal annars í í trefjum berja, grænmetis og höfrum. Líkami okkar framleiðir örlítið magn af efninu og því er þetta undraefni okkur vel kunnugt. Finnar hafa verið leiðandi í ransóknum á efninu og þeirra eiginleikum, þess má geta að þeir notuðu Xylitol sem sætuefni þegar það var sykurskortur í Seinni Heimstyrjöldinni, rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að Xylitol getur komið í veg fyrir ýmiskonar smit. Finnar uppgötuðu fyrstir manna þau góðu áhrif sem Xylitol hefur á tannheilbrigði, hver þekkir ekki Xylitol bætt tyggjó.
En hvað gerir Xylitol svo sérstakt að Scandinavian Skin Candy ákvað að nota efnið í sínar húðvörur?
Jú, Xylitol er bakteríudrepandi, veirueyðandi og sveppaeyðandi (vinnur meðal annars á candy svepp og gerjun)
Xylitol er einnig basíst efni og viðheldur því réttu pH stígi húðarinnar auk þess að veita henni ást og umhyggju <3
Er ekki bara málið að prófa Skin Candy?