Skálmöld og Sinfó

Geisladiskur og DVD diskur
Hér er á ferðinni upptaka frá tónleikum hljómsveitarinnar Skálmöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpunni í desember 2013.

3.490 kr.

Fáðu vöruna senda heim á morgun. Frí heimsending á pöntunum yfir 4.000 kr.
Þú getur sótt vöruna til okkar á morgun
Alda Music
SCD632

Skálmöld og Sinfó geisladiskur og DVD diskur

  • Samstarf Skálmaldar og Sinfóníuhljóm­sveitar Íslands á engan sinn líka. Miðar á tónleikana í Eldborg seldust upp á örskömmum tíma, einnig á aukatónleika sem bætt var við og þrennir tónleikar því staðreynd. Á efnisskránni eru lög Skálmaldar af báðum plötum sveitarinnar, Baldri og Börnum Loka, sem Haraldur V
  • Sveinbjörnsson útsetti, enda maður sem þekkir bæði klassíska heim tónlistarinnar og hinn óheflaðri. Hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar er Bernharður Wilkinson
  • Við hljóð- og myndvinnslu er ekkert til sparað og allt lagt í að koma þessari stórkostlegu upplifun á eigulegt form. Það telst ærlegt verk, því enda þótt tónlist Skálmaldar sé í eðli sínu epísk hefur hún aldrei hljómað stærri en í þessum búningi
  • Til viðbótar við fullvaxta Sinfóníuhljóm­sveitina hefur Skálmöld fengið til liðs við sig þrjá kóra, Karlakór Reykjavíkur, Hymdodiu og barnakór, fríðan flokk úr Kársnesskóla að auki. Því eru laust við 300 manns á sviðinu þegar mest lætur, og verkefnið því stórkostlegt í öllum skilningi þess orðs
  • Útgáfan er ein sú allra glæsilegasta sem ráðist hefur verið í á Íslandi og ómissandi fyrir alla unnendur íslenskrar tónlistar, klassískt þenkjandi fólk, hörðustu rokkhunda og alla þar á milli

Umsagnir. Aðeins kaupendur geta gefið umsögn um vöru.

(1)
5 Stjörnur af 5
5x1
4x0
3x0
2x0
1x0
Skrifa nýja umsögn
Hrafnhildur B Hrafnkelsdóttir
01.02.2017 09:15:39
Meiriháttar. Hljóð- og myndgæði flott. Hefði verið gaman að sjá aðeins meiri upplýsingar um tilurð tónleikanna í bæklingi.
Símanúmer: 550 2700 Netfang: samband@heimkaup.is Opnunartími í Smáratorgi 3, Kópavogi er Mán. - fös. 11:00 - 18:30 og Lau. 11:00 - 14:00. Við keyrum út samdægurs alla daga vikunnar. Copyright © 2018 Heimkaup