
Skálmöld og Sinfó geisladiskur og DVD diskur
- Samstarf Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á engan sinn líka. Miðar á tónleikana í Eldborg seldust upp á örskömmum tíma, einnig á aukatónleika sem bætt var við og þrennir tónleikar því staðreynd. Á efnisskránni eru lög Skálmaldar af báðum plötum sveitarinnar, Baldri og Börnum Loka, sem Haraldur V
- Sveinbjörnsson útsetti, enda maður sem þekkir bæði klassíska heim tónlistarinnar og hinn óheflaðri. Hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar er Bernharður Wilkinson
- Við hljóð- og myndvinnslu er ekkert til sparað og allt lagt í að koma þessari stórkostlegu upplifun á eigulegt form. Það telst ærlegt verk, því enda þótt tónlist Skálmaldar sé í eðli sínu epísk hefur hún aldrei hljómað stærri en í þessum búningi
- Til viðbótar við fullvaxta Sinfóníuhljómsveitina hefur Skálmöld fengið til liðs við sig þrjá kóra, Karlakór Reykjavíkur, Hymdodiu og barnakór, fríðan flokk úr Kársnesskóla að auki. Því eru laust við 300 manns á sviðinu þegar mest lætur, og verkefnið því stórkostlegt í öllum skilningi þess orðs
- Útgáfan er ein sú allra glæsilegasta sem ráðist hefur verið í á Íslandi og ómissandi fyrir alla unnendur íslenskrar tónlistar, klassískt þenkjandi fólk, hörðustu rokkhunda og alla þar á milli
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir