Silicone fjölnotapokar, 4 stk
(4)
Frábærir endurnýtanlegir siliconpokar fyrir mat, drykki eða súpur og nesti.
2.899 kr.

Frábærir endurnýtanlegir siliconpokar fyrir mat, drykki eða súpur og nesti. Pokarnir koma í 4 litum saman í pakka og eru umhverfisvænir, BPA fríir og þola uppþvottavél. Þeir þola frá -20°C-200°C hita. T.d. er hægt að frysta, sjóða og elda sous vide með þeim. Á pokunum er mælieining og tilvalið að geyma súpu eða safa í þeim. Einnig er hægt að merkja innihald pokans en á þeim eru línur til merkingar. Pokarnir lokast auðveldlega með einskonar rennistiku og eru þeir 1000 ml. Þegar búið er að opna pokarna geta þeir staðið sjálfir. Tilvalin leið til að minnka plastnotkun á heimilinu. Pokarnir eru fyrirferðalitlir og taka því mjög lítið pláss í skápum. Gott að geyma og frysta matarafganga, súpu, nesti. Rennistikan til að loka pokunum þolir ekki 200°C hita, ekki er ráðlagt að hafa hana á þegar eldað er á miklum hita. Í fyrsta skiptið sem pokinn er notaður er rennistikan aðeins stíf en liðkast mjög fljótlega.
Umsagnir
(4)
Helga Fríða Hauksdóttir
Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir
María Bjargey Davíðsdóttir
Hef notað þá mikið í staðinn fyrir plastpoka og skola svo bara úr þeim eða hendi í uppþvottavélina. Flott undir nestið hjá krökkunum eða í vinnuna. Lesa fleiri umsagnir