
Lýsing:
Dagana þrettán fyrir jól sefur Baldur álíka lítið og gamlir afar. Hann er nefnilega andvaka af spenningi yfir fjallabræðrunum þrettán og hreinlega að missa sig af tilhlökkun. Þrettán dagar til jóla! Þrettán jólasveinar í röð! Þrettán skógjafir! Þrettán góðar ástæður til að missa sig af spenningi! (Segiði svo að þrettán sé óhappatala …) Þetta vökustand á Baldri mun sannarlega ekki breytast í ár – það er alveg ábyggilegt – því Baldur og vinir hans, Elías og Hjörtur, fengu frábæra hugmynd.
Þeir ætla að gera rannsókn með yfirskriftinni: Eru jólasveinar til í alvörunni? Þeir vinirnir eru ekki alveg vissir og sum bekkjarsystkin segja blákalt nei! Vopnaðir spjaldtölvum, vasaljósum, reglustiku, jólaseríum og einum apa hefjast vinirnir þrír handa. Samhliða leitinni að sannleikanum um tilvist jólasveinanna komast þeir að einu og öðru … Jólasveinarannsóknin er upplögð til lestrar fyrir alla þá sem einhvern tímann hafa átt skó (eða stígvél) í glugga, alla þá sem hafa gaman af nýjum uppgötvunum og alla þá sem eiga einhvers konar snjalltæki.
Annað
- Höfundur: Benný Sif Ísleifsdóttir
- Útgáfa:1
- Útgáfudagur: 10/2018
- Hægt að prenta út 10 bls.
- Hægt að afrita 10 bls.
- Format:ePub
- ISBN 13: 9789935481191
- Print ISBN: 9789935481207
- ISBN 10: 9935481190
Efnisyfirlit
- Copyright
- Titill
- 11. desember: Jólasveinarannsóknin hefst
- 12. desember: Óvissa um komu Stekkjastaurs
- 13. desember: Giljagaur kom eda kom ekki og enn ríkir óvissa
- 14. desember: Ef Stúfur er til er hann sannarlega lítill
- 15. desember: pvörusleikir sést greinilega
- 16. desember: Pottaskefill heitir Pottaskefill en ekki Pottasleikir
- 17. desember: Askasleikir í snjóbirtu
- 18. desember: Hurdaskellir kemur en mestu lætin eru ekki í honum ...
- 19. desember: Skyrjarmur jarmar minnst af öllum pennan dag
- 20. desember: Bjúgnakrækir og krækjur á helstu fréttir dagsins
- 21. desember: Gluggagægir og Gluggagægir og gluggarnir mældir enn einu sinni
- 22. desember: Gáttapefur í tvíriti og príriti
- 23. desember, Porláksmessa: Ketkrókur og Stúfur litli í strimlum
- 24. desember, adfangadagur jóla: Kertasníkir parf ekki ad sníkja kerti lengur og svo koma jólin
UM RAFBÆKUR Á HEIMKAUP.IS
Bókahillan þín er þitt svæði og þar eru bækurnar þínar geymdar. Þú kemst í bókahilluna þína hvar og hvenær sem er í tölvu eða snjalltæki. Einfalt og þægilegt!Rafbók til eignar
Rafbók til eignar þarf að hlaða niður á þau tæki sem þú vilt nota innan eins árs frá því bókin er keypt.
Þú kemst í bækurnar hvar sem er
Þú getur nálgast allar raf(skóla)bækurnar þínar á einu augabragði, hvar og hvenær sem er í bókahillunni þinni. Engin taska, enginn kyndill og ekkert vesen (hvað þá yfirvigt).
Auðvelt að fletta og leita
Þú getur flakkað milli síðna og kafla eins og þér hentar best og farið beint í ákveðna kafla úr efnisyfirlitinu. Í leitinni finnur þú orð, kafla eða síður í einum smelli.
Glósur og yfirstrikanir
Þú getur auðkennt textabrot með mismunandi litum og skrifað glósur að vild í rafbókina. Þú getur jafnvel séð glósur og yfirstrikanir hjá bekkjarsystkinum og kennara ef þeir leyfa það. Allt á einum stað.
Hvað viltu sjá? / Þú ræður hvernig síðan lítur út
Þú lagar síðuna að þínum þörfum. Stækkaðu eða minnkaðu myndir og texta með multi-level zoom til að sjá síðuna eins og þér hentar best í þínu námi.
Fleiri góðir kostir
- Þú getur prentað síður úr bókinni (innan þeirra marka sem útgefandinn setur)
- Möguleiki á tengingu við annað stafrænt og gagnvirkt efni, svo sem myndbönd eða spurningar úr efninu
- Auðvelt að afrita og líma efni/texta fyrir t.d. heimaverkefni eða ritgerðir
- Styður tækni sem hjálpar nemendum með sjón- eða heyrnarskerðingu
- Gerð : Innbundin
- Höfundur : Benný Sif Ísleifsdóttir
- Tegund : Börn
- Útgáfuár : 2018