
Ég var á valdi Mirabelle. Það gæti kostað mig starfið. Hún lokaði ekki á eftir sér. Ég nam staðar og leit aftur fyrir mig áður en ég togaði í hurðina. Hún þreif í mig, læsti og þrýsti mér upp að veggnum
Patrice er þrítugur arkitektanemi af íslenskum ættum sem vinnur með náminu á lúxushóteli í París. Lífið er í föstum skorðum þar til hann kemst í kynni við hina heillandi Mirabelle, konu auðugs demantakaupmanns, sem er að leita sér að nýju leikfangi eða hvað?
Hún getur veitt Patrice meiri unað en hann hefur nokkru sinni áður upplifað en hvað vill hún fá í staðinn og hvers vegna er hún að draga hann inn í heim hinna ríku og frægu?
Hún er heldur ekki eina konan sem kveikir hjá honum ástríðubál og löngun til æsilegs kynlífs og fyrr en varir er hann kominn í aðstæður sem geta leitt hann á hálar slóðir háskalegra nautna
Karl Fransson er íslenskur rithöfundur sem hefur víða getið sér gott orð og hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum en Elskhuginn er fyrsta erótíska skáldsaga hans
„Funheit og falleg bók um gordjöss gaur, hans daglega líf og áhyggjur ásamt dassi af sveittum kynlífssenum. Hvað er skemmtilegra?“ – Guðrún J. Halldórsdóttir / Pjatt.is
- Gerð : Kilja
- Höfundur : Karl Fransson