
Átta fjöll er einstæð saga um sterka og einlæga vináttu tveggja drengja sem eiga sér ólíkan bakgrunn og hvernig samband þeirra þróast, breytist og reynir á þá í áranna rás.
Pietro er einmana strákur sem elst upp hjá foreldrum sínum í Mílanó. Það eina sem sameinar fjölskylduna er ástin á fjöllum Morður - Ítalíu og þangað fara þau á hverju sumri. Þar kynnist Pietro kúahirðinum Bruno, sem þekkir fjöllin en er um leið rígbundinn þeim. Þeir eyða sumrunum í að kanna þau og læra um leið að þekkja hvor annan og sjálfa sig, hæfileika sína, tilfinningar og takmarkanir. Og þótt leiðir þeirra skilji og Bruno verði um kyrrt uppi í fjöllum en Pietro flakki um heiminn slitnar bandið sem tengir þá saman aldrei.
- Höfundur: Paolo Cognetti
- Þýðandi: Brynja Cortes Andrésdóttir
- Útgáfuár: 2018
- Blaðsíður: 233
- Kilja
- Gerð : Kilja
- Höfundur : Paolo Cognetti
- Útgáfuár : 2018
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir