Sóley Fersk hreinsifroða

Djúphreinsandi andlitsfroða með vallhumli.
- Fersk andlitsfroða er fyrsta skrefið í átt að heilbrigðari húð
- Endurnærandi andlitsfroðan bindur enda á óhreinindi og fitu, hreinsar farða og lokar svitaholum
- Inniheldur kraftmiklar handtíndar íslenskar jurtir og heilandi kjarnaolíur
- Berið einn til tvo skammta af djúphreinsandi andlitsfroðunni á þurra húðina og nuddið varlega með fingurgómum á andlit og háls
- Mælt er með hringlaga hreyfingum út frá miðju andlits. Forðist snertingu við augu. Hreinsið burt með heitu vatni
- Hreinsun er gott að framkvæma kvölds og morgna. Fylgið eftir með frískandi nærð andlitsvatni til að fullkomna hreinsunina
- Berið að lokum endurnærandi eyGLÓ andlitskrem á hreina húðina. Fyrir feita og blandaða húð
- Stærð: 200 ml
Inniheldur: Hreint íslenskt lindarvatn, lífrænt vottaðar heilandi kjarnaolíur,* villtar íslenskar lækningajurtir (betula alba, achillea millefolium, salix phylicifolia, uva urse). Engin innihaldsefni hafa verið prófuð á dýrum. *Lífrænt vottað.

Um Sóleyju
Konan að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu græðismyrsla eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hafði í fjölskyldu Sóleyjar. Uppistaðan í græðismyrslunum eru kraftmiklar íslenskar jurtir, þar með talið villt handtínt birki og vallhumall sem saman mynda grunninn í allri Sóley húðsnyrtivörulínunni. Smyrslin lögðu grunninn að Sóley Organics fyrirtækinu sem hefur nú verið starfrækt frá árinu 2007.