
Hóladómkirkjur til forna
3.490 kr.
Pantaðu fyrir 17:00 og fáðu milli 18:00 og 19:00

Í bókinni er varpað nýju ljósi á íslenskar miðaldadómkirkjur og fyllt í eyður í húsagerðarsögu landsmanna. Sagt er frá timburdómkirkjunum fjórum, sem stóu á Hólum í Hjaltadal áður en núverandi steinkirkja var byggð 1757–1763. Jónskirkju, sem reist var upp úr 1106. Jörundarkirkju, reist um 1280, Péturskirkju 1395 og Halldórukirkju 1625–1627. Hér er greitt úr margri flækju við túlkun heimilda, eldri rannsóknir teknar til endurskoðunar og birtar teikningar af kirkjunum fjórum, sem byggja á rannsóknum höfundar, auk fjölmargra skýringarteikninga og ljósmyunda. Byggingarsaga kirknanna er rakin og greint frá smíði þeirra, stærð og gerð.
- Höfundur : Þorsteinn Gunnarsson
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir