
Dansinn dunar um borð í Titanic, frægasta farþegaskipi allra tíma, sem lagði í apríl 1912 í sína fyrstu – og hinstu – för. Og þeir sem léku fyrir dansinum eru í aðalhlutverki í þessari margslungnu skáldsögu.
Með því að rekja örlög hljóðfæraleikaranna sjö tekst Erik Fosnes Hansen að endurskapa þá veröld sem var í Evrópu áður en byltingar og heimsstyrjaldir gjörbreyttu heiminum.
Þetta tímabil lifnar í breiðri og spennandi frásögn þar sem örlagasögur einstaklinga blandast þjóðfélagslegum umbrotum víðsvegar um álfuna.
- Höfundur: Erik Hansen
- Þýðandi: Hannes Sigfússon
- Útgáfuár: 1998
- Blaðsíður: 361
- Kilja
- Gerð : Kilja
- Höfundur : Erik Hansen
- Útgáfuár : 1998
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir