
Hnefaleikakappinn Rocky Balboa neyðist til að leggja boxhanskana á hilluna eftir að hafa orðið fyrir varanlegum heilaskaða í hringnum eftir mótherja sinn, Rússann Ivan Drago. Rocky snýr heim eftir viðureignina og kemst þá að því að peningunum sem hann hafði unnið sér inn sem hnefaleikameistari hefur verið stolið og bókarinn hans er búinn að tapa þeim öllum í hlutabréfabraski. Þar sem hnefaleikaferli Balboa er lokið þá byrjar hann að þjálfa efnilegan boxara að nafni Tommy Gunn. Gunn yfirgefur Rocky þegar honum finnst hann ekki vera að hjálpa sér nóg og byrjar að æfa með nýjum þjálfara, Duke. Tommy vinnur alla þá titla sem hann stefnir á en fær samt ekki þá virðingu sem honum finnst hann eiga skilið. Hann vill fá útrás fyrir reiði sína í bardaga við Rocky, en þar sem Rocky er hættur í hnefaleikum, þá yrði þetta að vera götubardagi, sem gæti orðið lífshættulegur fyrir Rocky …
Leikstjórn: John G. Avildsen<br>íslenskur texti
- Flokkur : Drama , Bardagamynd , Spenna
- Gerð : DVD
- Aldurstakmark : 7+