Wasgij Original 33
Búið í bili
Láttu mig vita þegar varan kemur aftur 
Dagurinn var rólegur við síkið. Dýr og menn gengu rólega meðfram því og á síkinu sjálfu sigldu bátar í vellystingum. Þangað til eitthvað raskaði rónni. Hvað er það sem þýtur hraðbyri niður síkið á móti umferð og skelfir alla?
Kostulegt og óhefðbundið 1000 bita púsluspil frá Jumbo. Kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur gefur vísbendingu um hana. Þegar þú púslar Wasgij Original púsl, sérðu atburðinn á kassanum frá sjónarhorni persónanna á myndinni. Skemmtu þér við að leysa þessa krefjandi gátu með ímyndunaraflið að vopni.
Wasgij púslin eru geysivinsæl um heim allan og skyldueign á heimili metnaðarfullra púslara!
Aldur: 12+
Stærð púslaðs púsls: 68 x 49 cm
- Myndefni : Skopmyndir
- Fjöldi púsla : 1000
Umsagnir
(3)
Karen Dröfn Halldórsdóttir
Skemmtilegt púsl, fallegir litirnir í því.Steindór Valgarður Steindórsson
Lesa fleiri umsagnir