

DualSense™ þráðlaus stýripinni fyrir PlayStation®5 leikjatölvur.
Öflug tenging
Með "Haptic Feedback" finnur þú betri tengingu við leikinn þar sem fjarstýringin er beintengd við leikinn. Hvort sem þú ert að spenna boga eða stíga harkalega á bremsuna í leik þá finnur þú fyrir því í gegnum stýripinnann.
Spjallaðu við vinina
Það er innbyggður míkrafónn og 3,5 jack tengi til þess að tengja heyrnartól. Sérstakur mute takki gerir þér kleyft að slökkva og kveikja hratt.
Create takki
Fangaðu og deildu þínum bestu augnablikum á einfaldann og snöggann hátt með Create takkanum. Create takkinn er byggður á frábærum árangri "Share" takkans, og endurbættur getur þú nú fangað og deilt efni á fleiri vegu.
Þekkt þægindi, ennþá betri
DualSense™ stýripinninn kemur með mörgum frábærum kostum frá DualShock™4, endurbættur er hann betri. Innbyggð rafhlaða nú með USB-C hleðslutengi (ATH hleðslukapall fylgir ekki með), innbyggður hátalari sem virkjast í ákveðnum leikjum sem gefur þér nýja vídd. gyroscope og accelerometer skynjarar.