Porsche Design Book One

PORSCHE DESIGN BOOK ONE er hin hefðbundna fartölva hugsuð alveg upp á nýtt – kraftmikil fartölva og glæsileg spjaldtölva með snertiskjá í einni og sömu græjunni.

379.900 kr.

Pantaðu fyrir 17:00 og fáðu vöruna senda heim samdægurs. Frí heimsending á pöntunum yfir 4.000 kr.
Þú getur sótt vöruna til okkar í dag
TrekStor
33108

PORSCHE DESIGN BOOK ONE 

Gríðarleg afköst – einstök hönnun

Þegar PORSCHE hannar fartölvu er boginn þaninn til hins ýtrasta og svo er skotið beint mark. Með PORSCHE DESIGN BOOK ONE er hin hefðbundna fartölva hugsuð alveg upp á nýtt – kraftmikil fartölva og glæsileg spjaldtölva með snertiskjá í einni og sömu græjunni.

Örþunn og glæsileg vél sem snýst um 360° og hægt er að taka skjáinn af vélinni og nota hann sem spjaldtölvu. Vélin ber fagurfræðilegum metnaði PORSCHE vitni; útlitið er í fullkomnu samræmi við gæðin.

Kíktu á myndbandið hér að neðan.

Á fullum hraða í fjórtán klukkutíma

7th Gen Core i7 örgjörvi og 512 GB SSD frá Intel® leika sér að því að sinna öllum þínum þörfum hvort sem er í endalausri afþreyingu eða krefjandi starfi. Mjög hraður PCle tengibúnaður og 16 GB vinnsluminni ráða auðveldlega við þung verkefni. Tvær lithiumpolymer rafhlöður (samtals 70Wh) endast í allt að fjórtán klukkustundir – og það tekur innan við tvo tíma að fullhlaða vélina.

Verkfræði sveigjanleikans

VarioGear samskeytin eru eitt af því sem gera PORSCHE DESIGN BOOK ONE einstaka enda er gírkassinn í sportbílnum fyrirmyndin. Á einu augabragði tekur þú skjáinn af lyklaborðinu og getur notað hann sem spjaldtölvu. Samskeytin eru einstaklega þjál án þess að gefa eftir.

Einstök frammistaða

Í vélinni er Windows 10 Pro sem léttir þér krefjandi vinnu og fer létt með mikið og þungt afþreyingarefni. Bitlocker og SecureBoot veita mikið öryggi. Með Windows ink getur þú handskrifað beint á skjáinn, ótrúlega þægilegt. Með Windows Hello er lykilorðið óþarfi – tölvan þekkir þig.

Byltingakennd tækni

 • Einstaklega næmur og góður PTP fimm fingra snertiskjár.
 • Lyklaborðið er með flottri baklýsingu.
 • 13,3 tommu 3K QHD+ IPS skjár.
 • BOOK ONE penninn var hannaður sérstaklega fyrir PORSCHE DESIGN BOOK ONE með 4.096 punkta nákvæmni.
 • Frábærir tengimöguleikar: 1 x USB Type-C™ 3.1, 1 x Intel Thunderbolt® og 2 x USB-A™ 3.0 port. miklir.
 • Með HDCP 2.2 stuðningi er ekkert mál að streyma ULTRA HD efni gegnum USB Type-C™ í HDMI®.
 • MicroSDF kortalesarinn flytur gögn og myndir á augabragði.

Sportbíllinn í tölvuheiminum

Það er ekki nóg að smíða kraftmikinn sportbíl – umbúðirnar verða að bera kraftinum fagurt vitni. Eða eins og stofnandi og hönnuður PORSCHE, prófessor Ferdinand Alexander Porsche, orðaði það: Þegar þú veist hvaða hlutverki hlutur á að gegna – veistu hvernig hann á líta út. 


Um vélina:

 • Skjár: 13,3" QHD + IPS LED baklýstur snertiskjár í 3200 x 1800 upplausn. 10 finger multi-touch stuðningur.
 • Örgjörvi: i7-7500U 2.70 GHz með Turbo Boost tækni með hraða allt að 3.50 GHz
 • Vinnsluminni: 16GB LPDDR3 1866 MHz
 • Harður diskur: 512GB SSD
 • Stýrikerfi: Windows 10 Pro
 • Tölvutegund: 2-in-1 (hægt að nota sem fartölvu ásamt því að hægt er að taka skjáinn af og nota sem spjaldtölvu)
 • Minniskortarauf: microSD 

Hljóð og mynd:

 • Skjástærð: 2 in 1: 311.40 x 226.50 x 15.90 mm 
 • Skjár sem spjaldtölva: 311.40 x 209.50 x 7.70 mm  
 • Hljóð: Innbyggðir 2 x 2W hátalarar
 • Skjákort: Intel HD Graphics 620
 • Myndavél: 5MP framvísandi vefmyndavél, IR myndavél fyrir Windows Hello

Tæknilegar upplýsingar um rafhlöðu:

 • 70WHr lithium-polymer: 25WHr í skjá, 45WHr í lyklaborði.
 • Rafhlöðuending er allt að 14 klukkutímar í notkun.

Tengimöguleikar:

 •  Wifi: Dual band Wi-Fi IEEE 802.11 abgn+ac 2.4, 5 GHz
 •  Bluetooth: Bluetooth 4.1
 •  Tengi: 1 USB Type-C 3.1 Thunderbolt (í skjá), 1 USB Type-C 3.1 (í lyklaborði), 2 USB Type-A 3.0 (í lyklaborði), 2 hljóðnemar, 1 hljóðútgangur (í skjá)

Aðrar upplýsingar: 

 • Litur: Silfur
 • Þyngd: 2 in 1: 1580g. Skjár sem spjaldtölva: 758g 
 • Model númer: BOOK ONE PD132512 • BOOK ONE Penni frá Wacom  fylgir með • VarioGear lamir sem geta snúist 360° • Baklýst lyklaborð í fullri stærð • Precision touchpad • Stærð lyklaborðs: 265 x 102 mm • Touchpad strærð: 105 x 70 mm

Hvað kemur í kassanum:

 • Porsche Design BOOK ONE
 • USB Type-C í HDMI millistykki (fyrir allt að Ultra HD myndbandsgæði)
 • USB Type-C spennubreytir (100 V - 240 V) 60W
 • BOOK ONE skjápenni
 • AAAA rafhlaða
 • Hreinsiklútur
 • Quick start leiðbeiningar

Porsche Design BOOK ONE:

Umsagnir. Aðeins kaupendur geta gefið umsögn um vöru.

Engin umsögn

Skrifa nýja umsögn
Símanúmer: 550 2700 Netfang: samband@heimkaup.is Opnunartími í Smáratorgi 3, Kópavogi er Mán. - fös. 11:00 - 18:30 og Lau. 11:00 - 14:00. Við keyrum út samdægurs alla daga vikunnar. Copyright © 2018 Heimkaup